Hvað gerist ef varan skemmist?
Ef þú keyptir valkvæðu Tjónatrygginguna okkar þá ert þú 100% tryggð/ur fyrir tjóni upp að 50.000 krónum og þarft ekki að borga neitt. Í þeim ólíklegu tilfellum þar sem viðgerðarkostnaður/kostnaður við endurnýjun vörunnar er hærri en 50.000 greiðir þú einungis mismuninn (allt umfram 50.000 krónur)
Ef vörunni er skilað í slæmu ástandi, til dæmis ef hún er brotin eða skemmd, þá áskiljum við okkur rétt til þess að rukka fyrir allt að heildarvirði vörunnar.
Þetta á að sjálfsögðu ekki við um eðlilegt slit á vörum. Við gerum okkar besta í að reyna að lágmarka kostnaðinn eins og mögulegt er og ef tilfellið er þannig að hægt sé að gera við eða kaupa varahluti þá tökum við það inn í reikninginn við loka uppgjör. Við skoðum hvert tilfelli fyrir sig og stefnum að því að vera eins sanngjörn og mögulegt er.