Algengar spurningar

Get ég hætt við bókun og fengið endurgreitt?

Já. Þú getur hætt við bókun allt að 7 dögum fyrir upphafsdag leigu og fengið endurgreitt.

Hvernig breyti ég bókuninni minni?

Þú getur óskað eftir breytingum á bókuninni þinni með því að hafa samband við minirent@minirent.is

Get ég framlengt leigunni eftir að leigutímabil hefst?

Já, svo lengi sem lagerstaða leyfir og framlengingin hafi ekki áhrif á aðrar bókanir þá er mögulegt að framlengja leigutímabilinu.

Ef þú vilt eða þarft að framlengja þá skaltu hafa samband við okkur tafarlaust svo að við getum gert viðeigandi ráðstafanir. Framlenging er ávallt háð samþykki okkar ásamt stöðu lagers gagnvart útleigu til annara viðskiptavina.

Þú getur lesið allt um framlenginu á leigu, kostnað og fleira í skilmálunum okkar hér.

Get ég fengið vörurnar afhentar að nóttu til?

Vinsamlegast hafðu samband við okkur í tölvupósti minirent@minirent.is til að sjá hvort við getum afgreitt vörur fyrir utan opnunartíma.

Hvenær fæ ég vöruna afhenta?

Varan verður afhent á upphafsdegi bókunar. Ef þú þarf vöruna fyrr, til dæmis daginn áður, vinsamlegast sjáðu til þess að bóka frá þeim degi sem þú vilt fá hana afhenta.

Það sama gildir þegar vörunni er skilað. Skilin fara ávallt fram á lokadegi bókunar.

Hvernig skila ég vörunni?

Þú getur skilað vörunum í Vesturvör 32b, kópavogi á milli 09:00 og 16:00 á virkum dögum og 09:00-14:00 á laugardögum.

Vinsamlegast athugaðu að skilin fara ávallt fram á lokadegi leigutímabilsins

Hvað gerist ef varan skemmist?

Ef þú keyptir valkvæðu Tjónatrygginguna okkar þá ert þú 100% tryggð/ur fyrir tjóni upp að 50.000 krónum og þarft ekki að borga neitt. Í þeim ólíklegu tilfellum þar sem viðgerðarkostnaður/kostnaður við endurnýjun vörunnar er hærri en 50.000 greiðir þú einungis mismuninn (allt umfram 50.000 krónur)

Ef vörunni er skilað í slæmu ástandi, til dæmis ef hún er brotin eða skemmd, þá áskiljum við okkur rétt til þess að rukka fyrir allt að heildarvirði vörunnar.

Þetta á að sjálfsögðu ekki við um eðlilegt slit á vörum. Við gerum okkar besta í að reyna að lágmarka kostnaðinn eins og mögulegt er og ef tilfellið er þannig að hægt sé að gera við eða kaupa varahluti þá tökum við það inn í reikninginn við loka uppgjör. Við skoðum hvert tilfelli fyrir sig og stefnum að því að vera eins sanngjörn og mögulegt er.

Hver eru lögin varðandi barnabílstóla á Íslandi?

Þú getur lesið allt um lögin hér: Samgöngustofa

Við mælum með að allir kynni sér þennan bækling vel.

 

 

Eru þrifin innifalin í verðinu?

Já, þrifin á vörunum eru innifalin í verðinu svo lengi sem vörum er ekki skilað óeðlilega skítugum*.

Allar vörur eru vandlega þrifnar og sótthreinsaðar á milli viðskiptavina.

*Ef vöru er skilað sérstaklega skítugri, t.d. með blettum sem erfitt eða ómögulegt er að ná úr, ef það er sterk lykt eins og reykingalykt sem er erfitt að losna við o.s.frv. þá rukkum við 5.000 krónur í auka þrifgjald.