Skilmálar

Almennt

Með því að leigja vörur frá MiniRent samþykkir viðskiptavinurinn eftirfarandi skilmála.

Þar sem stendur við, okkur og okkar er átt við MiniRent.

Við mælum með því að lesa skilmálana vandlega áður en gengið er frá bókun.

MiniRent er í eigu og er rekið af MiniRent ehf. (470922-0950)

Verð

Öll verð eru í íslenskum krónum (ISK). Viðskiptavinurinn greiðir að fullu fyrir leiguna (og önnur umsamin gjöld) um leið og gengið er frá bókun. Öll verð innihalda leigu, VSK og eðlileg þrif og meðhöndlun.

Greiðslufyrirkomulag

Til að ganga frá bókun þarf viðskiptavinurinn að nota greiðslukort. Við tökum við flestum greiðslukortum. Upplýsingum um greiðslukortið sem notað er til greiðslu fyrir bókun skal ekki vera breytt fyrr en leigutímabili lýkur. Í ákveðnum tilfellum gætu greiðslukortaupplýsingar verið notaðar til að rukka fyrir tjón eða aðra misnotkun á vörum okkar líkt og útskýrt er síðar í þessum skilmálum.

Afhending

Óski leigutaki eftir heimsendingu bætist sendingarkostnaður við leiguverð. Sendingartími er breytilegur eftir dögum en þó ávallt á milli klukkan 10:00 og 20:00. Leigutaki fær sms daginn fyrir afhendingu með nákvæmari tímasetningu.

Þegar leigutímabil hefst og viðskiptavinur fær vöruna afhenda, er það á ábyrgð viðskiptavinarins að tryggja að varan sé í ásættanlegu ástandi.

Vörur verða afhentar á upphafsdegi leigutímabilsins og skil á vörum skulu fara fram á lokadegi leigutímabilsins. Ef viðskiptavinurinn óskar eftir því að fá vöruna afhenta á öðrum degi, til dæmis daginn áður, eða að skila vörunni daginn eftir, þá er það ábyrgð viðskiptavinarins að bóka þá daga með.

Breytingar, afbókanir og endurgreiðslur

Til að breyta eða hætta við bókanir skulu viðskiptavinir hafa samband við okkur, með tölvupósti á netfangið minirent@minirent.is, og tilkynna okkur um breytingarnar eða afbókanirnar eins og við á.

Viðskiptavinir okkar geta breytt eða hætt við bókanir allt að 7 dögum fyrir upphafstíma leigu, án endurgjalds og/eða fyrir fulla endurgreiðslu.

Í þeim tilfellum þar sem viðskiptavinur óskar eftir að breyta bókun með styttri fyrirvara þarf að hafa samband við þjónustuver okkar með tölvupósti á sama netfang. Hvert tilfelli fyrir sig verður skoðað en það veltur t.d. á því hvort vara sé laus o.s.frv.

Afbókanir sem gerðar eru innan 7 daga frá upphafstíma leigu eru óendurgreiðanlegar.

Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á sveigjanlegan frest í þeim tilfellum sem vörur eru afhentar á fyrirfram ákveðnum stað (t.d. á skrifstofu). Afhendingartíminn er þá sveigjanlegur um 1 klukkustund að jafnaði, en í þeim tilfellum sem um er að ræða seinkanir eða aflýsingar á flugi erum við sveigjanlegri. Við hvetjum viðskiptavini okkar að halda okkur vel upplýstum í slíkum tilfellum.

Ef viðskiptavinurinn hefur ekki látið okkur vita innan klukkustundar frá fyrirfram ákveðna afhendingartímanum, áskiljum við okkur réttinn á að dæma bókunina sem „no-show“ (ósótt bókun) og missir þá viðskiptavinurinn réttinn á vörunni.

Í þeim tilfellum sem bókanir eru dæmdar sem "no-show" eiga viðskiptavinir ekki rétt á endurgreiðslu.

Framlenging á leigu

Ef leigjandi sér fram á að hann muni ekki getað skilað vörunni á umsömdum tíma skal hann tilkynna MiniRent það án tafar. 

Í slíkum tilfellum má mögulega gera samkomulag um framlengingu á leigu. Framlenging er ávallt háð samþykki MiniRent og stöðu lagers gagnvart útleigu til annarra viðskiptavina.

Ef samkomulag um framlengingu næst fær leigjandi reikning með tölvupósti. Leigjandi skal, án tafar, opna tölvupóstinn og greiða fyrir framlenginguna. Leigjandi greiðir það dagsverð sem upp kemur á heimasíðunni (www.minirent) fyrir þá daga sem hann bætir við og á ekki rétt á að fá auka daga á sama verði og þegar upphaflegt leigutímabil var bókað.

Framlengin telst ekki staðfest fyrr en leigjandi hefur bókað og greitt fyrir þá daga sem hann óskar eftir að bæta við.

Ef ekkert samkomulag hefur náðst eða leigjandi gerir MiniRent ekki viðvart um töf á skilum vörunnar bætist við dagssekt sem samsvarar leiguverði vörunnar sem um ræðir miðað við eins dags leigu, fyrir hvern dag sem líður umfram umsaminn leigutíma þar til leigjandi skilar vörunni.

Ef MiniRent er ekki tilkynnt um töf á skilum og vörunni hefur ekki verið skilað innan þriggja daga frá lokadegi leigutímabilsins áskilur MiniRent sér rétt til þess að innheimta fullt andvirði/söluandvirði vörunnar. Eftir það telst leigjandi vera eigandi vörunnar.

Bókanir með stuttum fyrirvara

Einungis er hægt að bóka með meira en 48 klukkustunda fyrirvara í gegnum heimasíðu MiniRent (www.minirent.is). Fyrir bókanir með styttri fyrirvara skulu viðskiptavinir hafa samband við MiniRent í gegnum tölvupóst (minirent@minirent.is).

3990 króna auka gjald leggst ofan á heildarverð bókunar sem gerð er með minna en 48 klukkustunda fyrirvara.

Notkun

Viðskiptavinir skulu fara vel með vörurnar okkar og fylgja leiðbeiningum eftir því sem við á. Viðskiptavinum er meinað að menga vörur með sterklyktandi efnum/athöfnum eins og reykingum. Ef viðskiptavinur fylgir þeirri reglu ekki og það veldur því að ekki er hægt að leigja vöruna aftur þá verður litið svo á að varan sé skemmd og því verklagi fylgt sem útskýrt er hér á eftir.

Allar kerrur og bílstólar sem fara í flug sem innritaður farangur verða að vera í bólstraðri tösku. Viðskiptavinir hafa val um að nota sína eigin tösku eða að leigja tösku hjá MiniRent. Ef tjón verður á kerrum og/eða bílstólum sem ekki eru í bólstraðri tösku þá ber leigjanda að greiða fyrir tjónið. Hafi leigjandi keypt tjónatryggingu þá fellur hún ósjálfrátt úr gildi ef kerran/bílstóllinn var innritaður án þess að vera í bólstraðri tösku.

Ábyrgð

Ef vöru er skilað í slæmu ástandi, til dæmis brotinni eða skemmdri, verður greiðslukortið rukkað um allt að heildarvirði vörunnar. Það sama gildir ef vörunni er stolið eða henni týnt á meðan á leigutíma stendur. Við gerum okkar besta að lágmarka kostnað viðskiptavinarins í slíkum tilfellum og ef mögulegt reynist að gera við vöruna eða ef varahlutir eru fáanlegir þá verður það tekið inn í lokauppgjör. Hvert tilfelli er skoðað fyrir sig og við reynum ávallt að vera eins sanngjörn og mögulegt er.

Ef vöru er skilað í sérstaklega slæmu standi, til dæmis óeðlilega skítugri, með blettum sem erfitt eða ómögulegt er að ná úr, illa lyktandi (til dæmis reykingalykt) o.s.frv. þá mun sérstakt þrifgjald, 5000 kr, vera rukkað.

MiniRent ber enga ábyrgð á framleiðslugöllum, hönnunargöllum né ófullnægjandi viðvörunarmerkingum af hálfu framleiðanda vörunnar. Það er á ábyrgð viðskiptavinarins að afla sér fullnægjandi upplýsinga um vöruna áður en hún er notuð. Í þeim sjaldgæfu tilfellum að skemmdir eða meiðsli koma upp þó svo að varan sé notuð samkvæmt leiðbeiningum og í þeim tilgangi sem framleiðandi gefur út, þá ber MiniRent enga ábyrgð.

Ef vara skemmist, eyðileggst eða týnist á meðan hún eru í vörslu leigjanda ber honum að tilkynna MiniRent það tafarlaust svo að MiniRent geti gert viðeigandi ráðstafanir fyrir útleigu til annarra viðskiptavina.

Vörur

Vörur geta verið lítillega öðruvísi heldur en myndirnar sýna. Myndirnar af vörunum á síðunni, á samfélagsmiðlum og í auglýsingum eru aðeins í lýsandi tilgangi. Þó svo að við leggjum okkur fram við að sýna liti á vörum rétt, þá getum við ekki ábyrgst að skjár hvers tækis fyrir sig sýni réttan lit.

Sumar vörur eru til í nokkrum litum á lagernum okkar. Ef viðskiptavinur bókar vöru sem við eigum til í nokkrum litum fær hann afhenta vöru í handahófskenndum lit. Viðskiptavinurinn getur óskað eftir ákveðnum lit á vöru. Hinsvegar getur MiniRent ekki skuldbundið sig við að eiga alltaf alla liti til á lager.

Í þeim tilfellum sem varan sem viðskiptavinurinn bókar er ekki laus í þeim lit sem hann óskaði eftir, og í þeim tilfellum sem viðskiptavinurinn óskar ekki eftir sérstökum lit, verður varan/liturinn valinn af handahófi.

Skyldur viðskiptavina varðandi leigu á bílstólum

Samkvæmt íslenskum lögum mega bílstólar, sem lenda í árekstri, bílslysi eða verða fyrir einhverskonar höggi, ekki vera notaðir fyrir börn. Því eru viðskiptavinir sem leigja bílstóla skyldugir til að tilkynna okkur um öll tilvik sem gætu fallið undir þetta.

Skattar og gjöld

Öll verð á síðunni innihalda VSK og allir reikningar eru gefnir út með VSK.

Breytingar á þessum skilmálum

MiniRent áskilur sér réttinn á að breyta og bæta þessa skilmála eða hvaða upplýsingar sem er á hvaða tíma sem er.

Breytingar taka gildi um leið og þær birtast á síðunni.

Útgáfan sem gildir er ávallt sem sem þú sérð á síðunni og allar uppfærslur verða sjáanlegar á síðunni okkar um leið og þær breytast.

Skilmálar og upplýsingar varðandi afhendingarmáta:

Fellilisti

Heimsendingar, sendingar á hótel, airbnb ofl.

Heimsendingar eru keyrðar út daglega á milli klukkan 10:00 og 20:00.

Daginn fyrir upphafsdag leigutímabils fær leigjandi smáskilaboð frá MiniRent með nákvæmari tímasetningu fyrir afhendinguna. Leigjandi er ábyrgur fyrir því að láta MiniRent vita ef hann getur ekki tekið á móti vörunni á þeim tíma.

Ef starfsmaður MiniRent mætir til að afhenda vöruna á þeim tíma sem MiniRent tilgreindi um daginn áður, og enginn er heima eða svarar síma, þá bíður starfsmaður MiniRent í 30 mínútur. Eftir það heldur starfsmaður MiniRent áfram útkeyrslu til annarra leigjenda. Í þeim tilfellum áskilur MiniRent sér rétt til þess að flokka bókunina sem “no-show” (ósótt bókun) og missir þá viðskiptavinurinn réttinn á vörunni. Í þeim tilfellum sem bókanir eru dæmdar sem "no-show" eiga viðskiptavinir ekki rétt á endurgreiðslu.

Undir engum kringumstæðum mun MiniRent samþykkja það að vara sé skilin eftir utandyra, sé leigjandi ekki heima til að taka á móti vöru. Í einhverjum tilfellum má semja um að vara sé skilin eftir innandyra, t.d. í forstofu, bílskúr, geymslu o.s.frv. Í slíkum tilfellum telst leigjandi hafa móttekið vöruna, og er þar með ábyrgur fyrir vörunni, um leið og starfsmaður MiniRent hefur skilið hana eftir.